Dagana 21. -23. mars hélt Bjargráð þriðja námskeiðið fyrir fagaðila í Bjargráðakerfinu Björgu (Skills System) á Hótel Örk í Hveragerði. Á námskeiðinu voru áhugasamir fagaðilar sem vinna á sviði velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og starfsendurhæfingu um land allt. Nú hafa yfir 200 fagaðilar útskrifast frá Bjargráðum sem Bjargráðaþjálfar og fyllist framkvæmdahópur Bjargráða miklu stolti yfir þeirri þróun, og að aðferðir díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) séu að nýtast innan mismunandi sviða í velferðarþjónustu. Til að styðja við innleiðingu á Bjargráðakerfinu Björgu býðst þáttakendum kostur á tveimur vinnustofum sem styðja þá í að nýta Bjargráðakerfið Björgu í sínu starfi. Næsta vinnustofa fer fram á Teams þann 8. maí kl: 14:30 – 15:30.