Gildisvirðing

Hvað er gildisvirðing (validation)?

Gildisvirðing er þjálfunaraðferð sem byggir á samþykki og sátt. Í bjargráðaþjálfuninni gefa þjálfarnir stöðugt til kynna með gildisvirðingu að þeir viðurkenni og séu sáttir við þjónustunotandann. Við gildisvirðum aðra þegar við tjáum með viðhorfi okkar og athöfnum að viðkomandi hafi gildi og skipti okkur máli. Við staðfestum að þeir séu til. Við viðurkennum að viðbrögð þeirra séu – á einhvern hátt – viðeigandi (án þess þó að samþykkja viðbrögðin). Við tjáum þeim að þeir búi yfir innri vitund og að þeir séu dýrmætar manneskjur.

Af hverju gildisvirða bjargráðaþjálfar þjónustunotandann?

Þegar við gildisvirðum aðra hjálpum við þeim að byggja sterkara Kjarnasjálf (Core Self). Með því að sýna að við virðum viðkomandi styrkir það hann/hana/hán í að virða sjálfa/n/sjálft sig. Þegar við viðurkennum viðkomandi lærir hann að viðurkenna sjálfan sig. Þegar við tjáum öðrum að þeir hafi gildi styrkir það sjálfsgildi þeirra. Þegar við treystum öðrum til að taka ákvarðanir sem endurspegla innri vitund þeirra, eflir það sjálfstraust þeirra. þjónustunotandi lærir af bjargráðaþjálfa að tekið sé mark á því sem viðkomandi gerir.

Þegar þjálfinn gildisvirðir þjónustunotanda byggjum við í raun TVÆR brýr. Í fyrsta lagi náum við að tengja okkur sjálf við viðkomandi. Þetta býður viðkomandi upp á tækifæri til að hafa tilfinningalega meðstjórn. Í öðru lagi hjálpum við þeim að tengjast sjálfum sér og styrkja Kjarnasjálfið.

Gildisvirðing (validation)

Andstæða gildisvirðingar er gildissvipting (invalidation). Þjálfinn getur einnig, annaðhvort af ráðnum hug eða óvart, gildissvipt þjónustunotandann. Þetta gerist þegar þjálfinn kemur fram við viðkomandi eins og hann/hún/hán sé ekki til. Lítið mark sé takandi á viðbrögðum hans/hennar/hán, og að hann/hana/hán skorti gildi og skynsemi. Hann/hún/hán sé óhæf.

Þjónustunotanda getur fundist hann gildissviptur þegar þjálfinn einbeitir sér eingöngu að því að fá A til að breyta sér án þess að því fylgi samþykki og samráð. Þegar bjargráðaþjálfi gildissviptir þjónustunotanda veldur það því að viðkomandi gildissviptir sjálfan sig (self-invalidates). Í stað þess að hafa fast land undir fótum getur hann sokkið í fen sjálfsafneitunar, misst sjálfsvirðingu sína, upplifað sjálfsniðurlægingu og glatað sjálfstrausti.

Skortur á sjálfsvirðingu er eins og kviksandur – þjónustunotandi reynir að hreyfa sig en er fastur. Og það er ekki nóg að hann/hún/hán nái ekki framförum, honum/henni/hán líður oft verr og verr, sem gerir það að verkum að hann/hún/hán á erfitt með að standa sig í daglegu lífi.

Því er mikilvægt að þjálfinn hafi á hreinu hvernig viðhorf okkar og athafnir geta gildissvipt þjónustunotanda hvort sem það er af ásetningi eða óviljandi. Við þurfum öll að varða leiðina til framfara, ekki þyrla upp moldroki.

Þegar þjálfinn gildisvirðir þjónustunotanda getur það greitt fyrir framförum hans/hennar/hán. Ef við hins vegar þrýstum á fólk til að breytast er það eins og að stíga fast á bensíngjöfina þegar við erum föst í snjó eða drullu – við spólum okkur bara niður. Í staðinn gildisvirðum við þjónustunotanda og breytum síðan. Það virkar eins og að rugga bíl fram og til baka til að komast upp úr festu. Þegar bjargráðaþjálfi tvinnar saman gildisvirðingu og breytingu hjálpar það þjónustunotanda að komast á-rétta-braut.