Hugtök og orðanotkun
í Bjargráðakerfinu Björgu
Þýðing fagtexta af erlendu máli er vandasöm. Fagmál innan sálfræði – eins og önnur fagmál – byggir að stórum hluta á alþjóðlegum orðum sem hafa vel skilgreinda merkingu. Íslenskan á hins vegar langa hefð fyrir því að þýða eða búa til ný íðorð (orð sem tilheyrir ákveðnu sérsviði) í stað þess að nota erlend orð sem falla ekki að íslensku máli. Reynt er að fylgja þeirri hefð í þýðingu á Bjargráðakerfinu Björgu og viljum við hjá Bjargráðum leggja okkar að mörkum við þýðingu á helstu hugtökum er varða DAM meðferð.
Nokkur af helstu hugtökum Bjargráðakerfisins Bjargar:
Hugrænt álag (Cognitive overload)
Skyndigreining (Quick step assessment)
Skyndigreining er aðferð til að meta hugrænt álag hjá þjónustunotanda. Bjargráðaþjálfi gefur stöðugt gaum að vitsmunalegri getu þjónustunotanda og tilfinningaástandi til að fylgjast með breytingum á hugrænu álagi. Með skyndigreiningu heldur bjargráðaþjálfi jafnvægi í aðstæðum og aðlagar þjálfunina að þörfum þjónustunotanda.
Gildisvirðing (validation)
Gildisvirðing er þjálfunaraðferð sem byggir á samþykki og sátt. Í bjargráðaþjálfuninni gefa þjálfarnir stöðugt til kynna með gildisvirðingu að þeir viðurkenni og séu sáttir við þjónustunotandann. Við gildisvirðum aðra þegar við tjáum með viðhorfi okkar og athöfnum að viðkomandi hafi gildi og skipti okkur máli.