Handleiðsla

Ert þú búin að fara á námskeið fyrir fagaðila í Bjargráðakerfinu Björgu og þarft stuðning við að innleiða aðferðir Bjargráðakerfisins á þinn vinnustað?

Bjargráðahandleiðsla fyrir einstaklinga

Handleiðsla í Bjargráðkerfinu Björgu er til þess fallin að fagfólk geti nýtt með markvissum hætti aðferðir bjargráðaþjálfunar til að styðja einstaklinga eða hópa. Markmiðið með handleiðslunni er að fagfólk geti nýtt Bjargráðakerfið betur í starfi.

Í handleiðslunni fer handleiðarinn ásamt fagaðilanum yfir markmið vinnunnar og fær fagaðilinn endurgjöf á bjargráðavinnu sína. Markmiðið er að efla og styrkja fagaðilann svo hann öðlist öryggi í starfi og njóti þess að veita bjargráðaþjálfun.

Bjargráðahandleiðsla fer ávallt fram í trúnaði.

Bjargráðahandleiðsla fer fram í gengum fjarfundabúnað nema um annað sé samið.

  • Bjargráðahandleiðsla er 50 mínútur hjá Bjargráðameistara. Verð: 25.000 kr.
  • Forfallagjald er 12.500 kr. og er krafa send í heimabanka ef ekki er afbókað með 12 tíma fyrirvara. Hægt er að afboða á netfang þess er veitir handleiðsluna.
 

Bjargráðahandleiðsla fyrir hóp

Markmiðið með bjargráðahandleiðslu fyrir hóp er að hver og einn starfsmaður/fagaðili geti nýtt aðferðir bjargráðaþjálfunar til að styðja einstaklinga eða hóp að nota aðferðir bjargráðaþjálfunar með markvissum hætti.

Í handleiðslunni fer handleiðarinn með hópnum yfir þær áskoranir sem hópurinn stendur fyrir og þau markmið sem þau vinna að og veitir endurgjöf á bjargráðastarfið. Þetta eflir hópinn í bjargráðvinnunni og að ganga í takt og öruggi að starfi sínu.

Bjargráðahandleiðsla fer ávallt fram í trúnaði.

Bjargráðahandleiðsla fer fram í gengum fjarfundabúnað nema um annað sé samið.

  • Bjargráðahóphandleiðsla er 60 mínútur og er veitt af tveimur Bjargráðameisturum. Verð er frá 50.000 kr.
  • Forfallagjald er 25.000 kr. og er krafa send í heimabanka ef ekki er afbókað með 12 tíma fyrirvara. Hægt er að afboða á netfang þeirra er veitir handleiðsluna.