Algengar spurningar

Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar geturðu sent okkur skilaboð.

Námskeiðið:

Upplýsingar um næsta námskeið má nálgast á heimasíðunni undir Fréttir. Einnig á Facebook í lokuðum hóp sem heitir Bjargráðakerfið Björg. Að jafnaði er haldið eitt námskeið á ári fyrir fagaðila.

Námskeiðið kostar 135.000 kr. (verð í mars 2023). Verð fyrir hótelherbergi fer eftir tegund herbergis. Standard einstaklingsherbergi er á 11.900, standard 2ja manna herbergi er á 15.900 og standard 3ja manna herbergi er á 20.400 kr. nóttin (morgunverður innifalinn). Ath. þessi verð gilda á námskeiði í mars 2023.

Skráning fer fram í gegnum heimasíðu Bjargráða ehf.

Hótel Örk tekur frá ákveðinn fjölda herbergja fyrir þátttakendur. Herbergin þarf að bóka á heimasíðu hótelsins til að njóta sérkjara, www.hotelork.is. Kóða fyrir sérkjör má nálgast á skráningarsíðunni. Ef það er orðið fullt bendum við á Gróðurhúsið sem er staðsett í næsta nágrenni, (www.thegreenhouse.is).

Ef um er að ræða fæðuóþol eða ofnæmi mælum við með að hafa samband við Hótel Örk til að fá svör við spurningum sem þú kannt að hafa. Sendu einnig tölvupóst á  [email protected] þannig að við séum einnig með upplýsingar um sérfæði og svo við getum verið þér innan handar námskeiðsdagana sjálfa. Ef þú óskar eftir vegan eða grænmetisrétt í stað þess sem er í boði þá skaltu senda tölvupóst á [email protected]

Verkefnaheftin:

Við mælum með að þátttakendur fái verkefnahefti, þá eiga þeir það og geta gripið í síðar til upprifjunar.

Bjargráð ehf. er ekki að selja verkefnaheftin. Þau eru aðgengileg á PDF-skjali á innra svæði bjargradakerfi.is, hægt er að prenta þau út eða fara með í Prentsmiðju (við höfum verslað við Prentmet á Selfossi).

Langar þig að slást í hópinn með okkur?

Hægt er að kaupa ársaðgang hjá okkur sem veitir aðgang að öllum kennslugögnum sem og rafrænum vinnustofum. Hverju ertu að bíða eftir? Athöfn-á-réttri-braut!