Bjargráðakerfið Björg
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus.
Hvað er Bjargráðakerfið Björg
Bjargráðakerfið Björg (Skills System) er notendavænt kerfi til tilfinningastjórnunar. Kerfið er hannað til að styðja fólk á ýmsum aldri og með ólíka færni og þroska til að hafa stjórn á tilfinningunum. Það hjálpar fólki að vera meðvitað um ástand sitt eins og það er á hverjum tíma, finna hvernig best er að bregðast við og hvernig það geti gripið til markvissra athafna sem samræmast gildum þeirra (sjá: skillssystem.com).
Bjargráðakerfið Björg (Skills System) er aðlögun á díalektískri atferlismeðferð (DAM) að þörfum jaðarsetts fólks og fólks með fjölþættan vanda. DAM er önnur tveggja útbreiddra gagnreyndra sálfræðimeðferða (hin er hugræn atferlismeðferð (HAM)).
Sálfræðingurinn Marsha Linehan þróaði DBT á síðasta áratug 20. aldar til að hjálpa fólki með persónuleikaröskun að ná tökum á lífi sínu, en einkenni persónuleikaröskunar felast m.a. í mótþróa og tilfinningalegu stjórnleysi. Aðferðin beinist sérstaklega að því að efla færni fólks til eigin innsæis og stjórnunar á fjórum sviðum:
1) vitundarstjórnun
2) streitustjórnun
3) tilfinningastjórnun
4) samskiptastjórnun
Færni á þessum sviðum er undirstaða farsællar stjórnunar daglegs lífs. Aðferðin einkennist af mjög breiðri og margþættri nálgun enda hefur komið í ljós að þessi nálgun hentar mun stærri hóp en hún var upphaflega þróuð fyrir, sérstaklega fólki sem á við fjölþættan vanda að stríða.
Bjargráðakerfið Björg (Skills System) er skipulögð framsetning á aðferðum DAM sem unnin er af dr. Julie Brown. Þar er sérstök áhersla lögð á að virkja áhrifaríkar aðferðir í kennslu og þjálfun til að auðvelda fólki að tileinka sér og nota aðferðina (sjá frekari kynningu á skillssystem.com). Auk skipulagðrar framsetningar á kerfinu hefur Julie lagt ríka áherslu á hvernig starfsfólk og meðferðaraðilar vinna með kerfið í daglegu starfi.
Bjargráðakerfið Björg samanstendur af 9 bjargráðum, sem snúa að því að styðja fólk í að takast sjálft á við vanda í daglegu lífi og 3 kerfistækjum, sem tengjast mati á aðstæðum og notkun bjargráðanna. Auk þessara þátta sem notaðir eru í kennslu og þjálfun skjólstæðinga felst áhersla kerfisins á kennslu og þjálfun starfsfólks og meðferðaraðila í fjölbreyttum aðferðum sem snúa að uppbyggingu og viðhaldi sambands þjálfa og skjólstæðings.
Innleiðing á Bjargráðakerfinu Björgu
Unnið hefur verið að innleiðingu Bjargráðakerfisins Bjargar hér á landi frá 2017. Upphaflega var það starfsfólk í Stuðnings- og ráðgjafateymi velferðarsviðs Reykjavíkur sem byrjaði á þýðingu efnis og kennslugagna til að nota í sínu starfi í samvinnu og undir leiðsögn höfundar kerfisins, dr. Julie Brown. Julie kom síðan til landsins og hélt tveggja daga námskeið í Hveragerði haustið 2018. Þátttakendur voru um 70 víðs vegar að af landinu. Í framhaldi af því fóru nokkrir fagaðilar að nota kerfið í starfi sínu, bæði innan starfsendurhæfingar, verndaðrar vinnu, geðheilbrigðisþjónustu og búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk.
Árið 2020 var Bjargráð ehf. stofnað til að halda utan um innleiðingu kerfisins og hefur það samið bæði við dr. Julie Brown og Guilford Publishing um þýðingar námsefnis og innleiðingu kerfisins hér á landi. Aðstandendur Bjargráða ehf nutu handleiðslu dr. Brown við þýðingu og aðlögun kerfisins og enduðu með að taka sérstakt hæfnispróf í notkun kerfisins. Bjargráð ehf héldu síðan opið tveggja og hálfs dags námskeið í Hveragerði haustið 2021 (85 þátttakendur) og annað þriggja daga námskeið fyrir fagfólk í apríl 2022 (64 þátttakendur). Auk þess hafa aðilar í framkvæmdahópi Bjargráða ehf. verið með kynningarnámskeið á Menntavísindasviði HÍ og haldið námskeið og verið með kynningar á ýmsum þjónustustöðum víða um land. Umtalsvert náms- og þjálfunarefni liggur nú fyrir á íslensku. Notkun kerfisins fer stöðugt vaxandi eftir því sem fleiri tileinka sér þekkingu á því.
Bjargráðaþjálfi
Hvað þýðir það að vera bjargráðaþjálfi?
Bjargráðaþjálfi (Skills coach) hefur farið á námskeið í Bjargráðakerfinu Björgu og er með grunnþekkingu á því að beita bjargráðakerfinu í vinnu með einstaklingum. Bjargráðaþjálfi hefur færni til þess að nýta Bjargráðakerfið Björgu í einstaklings- og hópþjálfun.
Hvers vegna þjálfum við bjargráð?
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á innra og ytra líf okkar. Þegar við sjálf höfum stjórn á tilfinningum okkar kallast það tilfinningaleg sjálfsstjórn (emotional self-regulation). Sumar þeirra aðferða sem við notum við tilfinningalega sjálfsstjórn byggja á aðkomu annarra. Þegar við sem þjálfar vinnum að fjölskyldumeðferð, einstaklingsmeðferð eða í umönnunar-aðstæðum, hafa aðilar í sambandinu gagnkvæm áhrif á tilfinningalegt ástand hvors annars. Bjargráðin í Björgu og bjargráðaáætlanirnar eru verkfæri sem koma bæði að notum í tilfinningalegri sjálfsstjórn okkar og tilfinningalegri samstjórn (co-regulation) okkar. Slík samstjórn tilfinninga getur stuðlað að vexti og þroska beggja aðila og sambands þeirra.
Ef fólk skortir bæði aðferðir til sjálfsstjórnar og aðferðir til tilfinningalegrar samstjórnar getur niðurstaðan verið gagnkvæmt tilfinningalegt stjórnleysi (samstjórnleysi – co-dysregulation). Fólk vinnur þá á móti hvort öðru í stað þess að hjálpa hvort öðru við tilfinningastjórnina, – sem getur leitt til stigmögnunar og átaka.
Hver getur orðið bjargráðaþjálfi?
Allir sem hafa sem hafa tileinkað sér þekkingu á Björgu geta orðið bjargráðaþjálfar. Þjálfunin getur samt verið mjög mismunandi. Til dæmis gegna foreldrar öðru hlutverki en vinir. Og stuðningsaðilar hafa annað hlutverk en meðferðaraðilar. Því er mikilvægt að hafa í huga hvert hlutverkið sem bjargráðaþjálfi er hverju sinni.
Þjálfar sem taka tillit til þátta eins og menningar viðkomandi, þjóðerni, aldri, þroskastigi, líkamlegu og andlegu heilbrigði, stöðu og aðstæðum, eru oft færir um að byggja upp sterkustu tengslin við notandann. Þar sem þjálfar þjóna mismunandi hlutverkum í lífi fólks getur aðlögun verið nauðsynleg til að mæta sérstökum þörfum bæði þjálfans og notandans.
Bjargráð hefur frá 2021 haldið þrjú námskeið fyrir fagaðila í Bjargráðakerfinu Björgu. Í kjölfarið fá fagaðilar réttindi til að stunda bjargráðaþjálfun (Skills coach), og hægt er að bæta við réttindi með því að gerast bjargráðameistari (Skills master).
Hvenær notum við bjargráðaþjálfun?
Ef við erum að nota bjargráðaþjálfun í faglegu starfi okkar með notendum þá fela flest öll samskipti okkar við notendur í sér einhverja þjálfun þar sem hlutverk okkar er að auka aðlögunarfærni notandans.
Sem foreldrar eigum við oftast almenn samtöl við börnin okkar. En stundum þurfum við að skipta yfir í hlutverk bjargráðaþjálfans. Sem þjálfar verðum við að aðlaga aðferðir okkar að aldri og aðstæðum barna okkar. Við vitum til dæmis að sama nálgun virkar ekki fyrir 16 ára og 6 ára barn. Þetta á líka við um vinasambönd. Stundum eru samskipti okkar bara venjuleg en stundum þurfum við kannski að fara í hlutverk bjargráðaþjálfans.
Hvort sem við eigum í samskiptum við fólk sem við vinnum með, fjölskyldu okkar eða vini, notum við Betri vitund (Wise Mind) 123 til að komast að því hvenær við ættum að veita bjargráðaþjálfun, hversu mikla og/eða hvaða nálgun er best fyrir hvern einstakling og við hverjar aðstæður.
Bjargráðameistari
Bjargráðameistari (Skills master) hefur farið á námskeið í Bjargráðakerfinu Björgu og er með þekkingu og reynslu í því að beita bjargráðakerfinu í vinnu með einstaklingum. Þegar fagaðilar hafa beitt Bjargráðakerfinu Björgu í a.m.k. ár og telja sig vera komnir með góða reynslu af notkun þess er hægt að óska eftir því að þreyta Bjargráðameistarapróf sem er munnlegt próf framkvæmt af teymi Julie Brown. Prófið fer fram rafrænt og á ensku en hægt er að fá aðstoð frá Bjargráðum við að undirbúa sig og taka prófið. Bjargráðameistarar fá staðfestingu á réttindum sínum (certificate of specialized knowledge) sem gildir í fimm ár.