Aðalfundur Bjargráða ehf fór fram miðvikudaginn 17. apríl kl:17:00 á Brasserie Kársnes. Níu af tólf eigendum félagsins sóttu fundinn.
Dagskrá var hefðbundin og í samræmi við samþykktir félagsins. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins fyrir árið 2023.
Breyting var á stjórn félagsins og er stjórn nú skipuð með eftirfarandi hætti:
Bjargey Una Hinriksdóttir, formaður
Brynja Guðmundsdóttir, varamaður
Elva Ösp Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Halldór Kr. Júlíusson, varamaður
Sigrún Sigurðardóttir, varamaður
Þóra Björk Bjarnadóttir, meðstjórnandi
Stjórn félagsins þakkar Söndru Guðmundsdóttur, sem verið hefur varamaður í stjórn frá stofnun félagsins, fyrir gott starf.
Janframt lét Brynja Guðmundsdóttir af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins um áramót og fær hún þakkir fyrir gott starf. Brynja kemur inn í nýja stjórn sem varamaður.
Formaður þakkar framkvæmdastjórn Bjargráða ehf fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins árið 2023.