Næsta námskeið í Bjargráðakerfinu Björgu

Næsta námskeið verður haldið dagana 21.-23. mars 2023 á Hótel Örk. Bjargráðakerfið BJÖRG (Skills System) er aðferð til að ná tökum á tilfinningastjórn. Aðferðin byggir á díalektískri atferlismeðferð (Dialectical Behavior therapy, DAM/DBT) og er þróuð til að gagnast jaðarsettum hópum sem hafa átt erfitt með að nýta sér hefðbundna nálgun. Bjargráðakerfið BJÖRG nýtist bæði börnum og fullorðnum. Námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur í velferðarþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, starfsendurhæfingu og mögulega á öðrum starfsvettvangi sem starfar með fólki.  Námskeiðið samsvarar 24 kennslustundum auk 10 kennslustundum í undirbúninginsvinnu þar sem þátttakendur taka tvö fjarnámskeið.

Deildu þessari færslu: