Námskeið fyrir fagaðila

Um námskeiðið

Hér eru upplýsingar varðandi tveggja daga námskeið fyrir fagaðila um Bjargráðakerfið Björgu sem haldið verður 10. og 11. nóvember 2025. Þjálfunin á námskeiðinu í heild sinni telst til 26 stunda; 10 stundir fyrir fjarnámskeið á vegum Skills system og 16 stundir á námskeiðinu sjálfu. Skráning telst staðfest þegar greitt hefur verið fyrir námskeiðsgjald á heimasíðunni. Hvetjum við þátttakendur til að sækja sér styrk hjá stéttarfélagi sínu en að greiðslu lokinni fá þátttakendur senda kvittun frá Bjargráðum ehf í tölvupósti. Þátttakendur á námskeiðinu fá afsláttarkóða fyrir gistingu á Hótel Örk á meðan á námskeiðinu stendur. (Ekki er komið endanlegt tilboð frá Hótel ÖRK varðandi gistingu, mun það verða sett hér inn um leið og það berst). Ekki er þörf á að vera með tölvu á námskeiðinu en gott er að vera með snjallsíma þar sem við hvetjum þátttakendur til að taka þátt með okkur í gegnum Menti og Kahoot sem fer fram í gegnum símann.

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Fæði meðan á námskeiði stendur; morgunkaffi, hádegismatur og síðdegiskaffi. Upplýsingar varðandi sérþarfir í mataræði sendast á [email protected].
Handbókin The Emotion Regulation Skills System for Cognitively Challenged Clients: A DBT-Informed Approach eftir Julie F. Brown (2015), afhent á fyrsta námskeiðsdegi.
Verkefnahefti sem notað er í vinnu með skjólstæðingum (PDF-skjal og útprentað)
Aðgangur að fjarnámskeiðum á skillssystem.com. Ætlast er til að þátttakendur ljúki þátttöku á fjarnámskeiðum (Hlutar I og II) áður en námskeiðið hefst. Upplýsingar um aðgang koma frá skillssystem.com í tölvupósti í byrjun október. Ef þú finnur ekki tölvupóstinn eða kemst ekki inn á aðganginn geturðu hakað í 'lost your password?' á þessari slóð: https://members.skillssystem.com/login/, og þá færðu sent nýtt lykilorð og ættir þú þá að komast inn á aðganginn. Ef það virkar ekki ekki hafið samband við okkur sem fyrst.
Þýddur texti um Grunnnámskeið Bjargráðakerfisins Bjargar: Þýðing á texta fjarkennslunámskeiðsins Skills Basics (námskeið 1) sem aðgengilegt er á ensku á heimasíðunni Skillssystem.com.
Þýddur texti um Skills Coaching Strategies (námskeið 2) sem aðgengilegt er á ensku á heimasíðunni Skillssystem.com.
Þýddur texti, kafli 8 úr handbók Julie Brown.
Önnur gögn sem tengjast Bjargráðakerfinu, nánar kynnt á námskeiðinu.
Dagskrá námskeiðsins verður birt á heimasíðunni í byrjun október 2025.

Dagskrá á námskeiði

Leiðbeiningar varðandi bókun á hótelherbergi hjá Hótel Örk

Upplýsingar um bókun koma síðar.

Undirbúningur fyrir námskeið

Ætlast er til að þátttakendur ljúki þátttöku á fjarnámskeiðum (hlutar I og II) áður en námskeiðið hefst. Áætlað er að það taki um 8 klst. að taka fjarnámskeiðin; horfa á myndbönd (hægt að hafa íslenskan texta) og svara námsmati þeim tengt (krossaspurningar úr námsefninu í lok hvers myndbands). Hægt er að vinna undirbúninginn á þeim hraða sem hverjum hentar. Ekki er verið að meta árangur á námsmati heldur er það einungis ætlað til að auðvelda þátttakendum að festa upplýsingar í minni og kynnast Bjargráðakerfinu Björgu fyrir námskeiðið.

Fjarnámskeiðin/myndböndin skiptast í tvo hluta: Hluti 1 snýr að því að kenna Bjargráðin níu, og hluti 2 snýr að því að kenna fagaðilum Gildisvirðingu og meginaðferðir Díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) við notkun á Bjargráðakerfinu Björgu.

Óskum við eftir því að þátttakendur sendi staðfestingu á bjargrad@bjargradakerfi með staðfestingu á því að fjarnámskeiðum hefur verið lokið. Ýtt er á ‚PRINT YOUR CERTIFICATE‘, skjölin tvö eru vistuð sem PDF-skjöl og síðan send á okkur.

149.500 kr.
Ef eitthvað óvænt skyldi koma upp á og þátttakandi þarf að hætta við þátttöku þarf að tilkynna það a.m.k. viku fyrir námskeiðið til þess að fá endurgreiðslu (aðhugið að skráningargjald dregst frá).
Um námskeiðið:
Undirbúningstími:

10 klst.

Þátttakendafjöldi:

50

Tímalengd:

16 stundir

Niðurhalanlegar skrár:

Other course

Mobile App Development

Lorem ipsum dolor sit amet, contetur adicing elit. Ut elit tellus.

Web Design and Development

Lorem ipsum dolor sit amet, contetur adicing elit. Ut elit tellus.

Mastering Architecture for Beginners

Lorem ipsum dolor sit amet, contetur adicing elit. Ut elit tellus.