Námskeið fyrir fagaðila í Bjargráðakerfinu Björgu 6.-8. nóvember – Forskráning

Dagana 6.-8. nóvember 2023 er fyrirhugað að halda 2,5 daga námskeið fyrir fagaðila í Bjargráðakerfinu Björgu á Hótel Örk, Hveragerði. Forskráning er hafin og með því að smella á eftirfarandi hlekk er hægt að forskrá sig: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfe01u_2uxiakCaEecOdkJhRD0-CANx-L6rGt-6MqBWvW6YWw/viewform

Þegar lágmarksfjölda þátttakenda er náð verður opnað fyrir skráningu á námskeiði og þeim sem hafa skráð verða veittar frekari upplýsingar (forskráningu lýkur 30. september).

Bjargráðakerfið Björg (Skills System) er gagnreynd aðferð til að ná tökum á tilfinningastjórn og byggir á níu bjargráðum og árangursríkri viðtalstækni. Aðferðin byggir á díalektískri atferlismeðferð (Dialectical Behavior therapy, DAM/DBT) og er þróuð til að gagnast jaðarsettum hópum sem hafa átt erfitt með að nýta sér hefðbundna nálgun. Bjargráðakerfið Björg nýtist bæði börnum og fullorðnum. Námskeiðið byggir á fræðslu, sýnikennslu og æfingum

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur í velferðarþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, starfsendurhæfingu og mögulega á öðrum starfsvettvangi sem starfar með fólki, ungum sem öldnum.  Námskeiðið samsvarar 24 kennslustundum auk 10 kennslustundum í undirbúningsvinnu þar sem þátttakendur taka tvö fjarnámskeið.

Deildu þessari færslu: